Tvær verkfræðistofur gerðu tilboð í hönnun borgarlínunnar, lotu 1, eftir Suðurlandsbraut og Laugavegi. Vegagerðin auglýsti útboðið í maí í vor og tilboð voru opnuð 10. september. Eftirtaldir lögðu fram tilboð innan tilboðsfrests: Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík og VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík

Tvær verkfræðistofur gerðu tilboð í hönnun borgarlínunnar, lotu 1, eftir Suðurlandsbraut og Laugavegi.

Vegagerðin auglýsti útboðið í maí í vor og tilboð voru opnuð 10. september. Eftirtaldir lögðu fram tilboð innan tilboðsfrests: Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík og VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík.

Þann 24. september nk. verða bjóðendum kynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Verkið felst í forhönnun á einum verkhluta og verkhönnun á alls sex verkhlutum og eru verkmörk frá austari enda Suðurlandsbrautar (Suðurlandsbraut 72) að gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar. Kaflinn er alls um 3,7 kílómetrar. Innifalið í verkinu er m.a. hönnun gatna, gatnamóta sem ýmist eru ljósastýrð eða ekki, stíga, gangstétta, gróðursvæða, lýsingar og ofanvatnslausna, aðlögun borgarlínustöðva að umhverfi og gerð útboðsgagna.

Áætlað vinnuframlag ráðgjafa er 9.400 klukkustundir, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en nóvember 2025.
sisi@mbl.is