Eitt verka Önnu Jónu af sýningunni.
Eitt verka Önnu Jónu af sýningunni.
Anna Jóna Hauksdóttir heldur um þessar mundir sýningu á myndverkum sínum í sýningarsal Borgar­bókasafnsins Spönginni. Sýningin, sem ber heitið Glóandi gull, stendur til 5. október

Anna Jóna Hauksdóttir heldur um þessar mundir sýningu á myndverkum sínum í sýningarsal Borgar­bókasafnsins Spönginni. Sýningin, sem ber heitið Glóandi gull, stendur til 5. október.

Í tilkynningu segir að Anna Jóna Hauksdóttir hafi lengst af starfað sem leikskólakennari og gjarnan fléttað hvers kyns myndlist og föndri inn í starfið með börnunum. „Form, litir, áferð og jafnvægi í því sem hún sér hefur heillað hana, jafnt innan dyra sem úti í náttúrunni. Eftir að hún fór nýlega á námskeið í málun uppgötvaði hún eiginleika olíulitanna og hvernig ákveðnir töfrar eiga sér stað í meðferð þeirra,“ segir jafnframt í tilkynningunni. „Gullni liturinn hrífur Önnu Jónu æ meira og hefur hún gaman af að bæta honum inn á verk sín, sem gefur þeim glæsilegan og ævintýralegan blæ.“