Norður ♠ 942 ♥ 8762 ♦ 742 ♣ 854 Vestur ♠ 86 ♥ D1093 ♦ D103 ♣ D1062 Austur ♠ 73 ♥ 3 ♦ KG96 ♣ ÁKG973 Suður ♠ ÁKDG105 ♥ ÁKG5 ♦ Á85 ♣ – Suður spilar 4♠

Norður

♠ 942

♥ 8762

♦ 742

♣ 854

Vestur

♠ 86

♥ D1093

♦ D103

♣ D1062

Austur

♠ 73

♥ 3

♦ KG96

♣ ÁKG973

Suður

♠ ÁKDG105

♥ ÁKG5

♦ Á85

♣ –

Suður spilar 4♠.

„Ég á eina níu – hjálpar það eitthvað?“ Norður var hálfskömmustulegur þegar hann lagði upp blindan í 4♠, enda fátt til að monta sig af. Austur opnaði á Standard-laufi, suður doblaði, vestur sagði 1♥ og austur 2♣. Eftir þessa þróun gaf suður slemmu upp á bátinn og stökk í 4♠. Útspil: lítið lauf.

„Það er aldrei að vita,“ svaraði suður og horfði hugsandi á níuna í spaða. Hún gæti komið að notum. Suður trompaði útspilið hátt, tók trompin með ♠ÁK, lagði niður hjartaás og spilaði tígulás og tígli. Vörnin tók sína tvo slagi á tígul og spilaði laufi, sem suður trompaði – hátt, auðvitað. Nú var kominn tími til að spila spaðafimmu á níuna í borði. Austur varð að fara niður á eitt lauf og sagnhafi notaði innkomuna í borði til að fjarlægja það með stungu. Spilaði svo litlu hjarta undan kóng-gosa!

„Takk makker. Nían gerði útslagið.“