Mótmæli Fyrirhuguðum brottflutningi fólksins var mótmælt.
Mótmæli Fyrirhuguðum brottflutningi fólksins var mótmælt. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir
Ljóst er orðið að Yazan Tamimi og palestínskir foreldrar hans munu geta óskað eftir efnislegri meðferð hælisumsóknar sinnar hér á landi, þar sem ekki er unnt að flytja fólkið úr landi fyrir laugardag sökum tímaskorts

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Ljóst er orðið að Yazan Tamimi og palestínskir foreldrar hans munu geta óskað eftir efnislegri meðferð hælisumsóknar sinnar hér á landi, þar sem ekki er unnt að flytja fólkið úr landi fyrir laugardag sökum tímaskorts. Þetta kemur fram í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn mbl.is.

Í svarinu kemur fram að mikill undirbúningur sé að baki hverri fylgd, náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. Miðað við tímarammann sem almennt er gefinn til undirbúnings, sé ljóst að ekki verði af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu máli.

Til stóð að flytja fólkið til Spánar, eftir að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála höfðu synjað því um landvist, en fólkið kom hingað til lands frá Spáni sem bar að taka á móti því aftur innan ákveðins frests.