Norður ♠ ÁK2 ♥ – ♦ ÁKG96543 ♣ ÁD Vestur ♠ D9765 ♥ KG985 ♦ 7 ♣ 63 Austur ♠ G87 ♥ Á1043 ♦ D102 ♣ K97 Suður ♠ 104 ♥ D762 ♦ 8 ♣ G108542 Suður spilar 6♦

Norður

♠ ÁK2

♥ –

♦ ÁKG96543

♣ ÁD

Vestur

♠ D9765

♥ KG985

♦ 7

♣ 63

Austur

♠ G87

♥ Á1043

♦ D102

♣ K97

Suður

♠ 104

♥ D762

♦ 8

♣ G108542

Suður spilar 6♦.

„Lífið er eins og konfektkassi,“ lærði Forrest Gump af móður sinni. Sama má segja um spilagjöfina – maður veit aldrei hvað maður fær.

Gæðunum var misjafnlega úthlutað í þessu spili úr Krummaklúbbnum. Norður með slemmu á hendinni, að eigin mati, en suður hefði ekki orðið hissa á því að lenda í vörn í slemmu. En – eins og mamma Gumps hefði hvað best getað sagt – maður veit aldrei í hverju maður lendir. Hvort sem norður opnar á Standard-alkröfu eða sterku laufi mun suður afmelda með tígulsögn og verða þá endanum sagnhafi í 6♦. Það gerðist á nokkrum borðum og tvisvar hitti vestur á eitrað tromp út, sem heldur sagnhafa í tíu slögum. Annars má trompa spaða og svína í laufi, meira að segja.

Tveir niður var semibotn, einn niður meðalskor. Þannig er lífið í tvímenningi.