Rapp Birgir Hákon rappari hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu.
Rapp Birgir Hákon rappari hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu. — Ljósmynd/Robert Arnar
Rapparinn Birgir Hákon hefur sent frá sér breiðskífuna 111 en það er Alda Music sem gefur hana út. Birgir Hákon segist í tilkynningu hafa verið mjög til, þegar kemur að því að gefa út tónlist, en elsta lagið á plötunni sé um sex ára

Rapparinn Birgir Hákon hefur sent frá sér breiðskífuna 111 en það er Alda Music sem gefur hana út.

Birgir Hákon segist í tilkynningu hafa verið mjög til, þegar kemur að því að gefa út tónlist, en elsta lagið á plötunni sé um sex ára. Hann hafi byrjað að vinna í því árið 2018 og haldið að hann myndi ekki nota það. „Mér fannst þetta ekki beint vera hefðbundið album endilega en frekar stórt mixtape eða EP þar sem það er ekki mikill strúktúr á uppsetningu á henni eða mikil pæling á bak við þetta, meira bara efni sem hafði safnast saman en svo einhvern veginn á lokametrunum þá varð þetta meiri plata en eitthvað annað,“ skrifar Birgir Hákon.

Titill plötunnar, 111, er póstnúmer Efra-Breiðholts og segir Birgir Hákon það hverfið sem hafi búið hann til. „Ég hef búið úti um allan bæ og á óteljandi stöðum í gegnum ævina en mér finnst ég hafa orðið ég í Breiðholtinu. Þrjú lög af plötunni eru komin út og verða 10 lög í heildina en ekki níu eins og kynnt var á Instagram, það er eitt svona smá leynilag sem fær að koma með,“ skrifar hann í fyrrnefndri tilkynningu.