Dóri DNA ræddi um lífið og tilveruna í morgunþættinum Ísland vaknar en hann er einn þeirra sem standa fyrir uppstandssýningunni Meiri púðursykur í Sykursalnum. Dóri ræddi meðal annars um yfirvofandi fertugsafmæli sitt á næsta…
Dóri DNA ræddi um lífið og tilveruna í morgunþættinum Ísland vaknar en hann er einn þeirra sem standa fyrir uppstandssýningunni Meiri púðursykur í Sykursalnum. Dóri ræddi meðal annars um yfirvofandi fertugsafmæli sitt á næsta ári sem hann viðurkennir að hann eigi erfitt með að melta. Aðspurður sagði hann að sér liði „hræðilega“ að hugsa til þess að hann væri að verða fertugur. „Ég hugsa bara um dauðann. Ég hugsa bara um hauskúpur og beinagrindur og þetta er ekki að leggjast vel í mig,“ sagði Halldór.
Viðtalið er á K100.is.