Elínborg Una Einarsdóttir
elinborg@mbl.is
Hvítabjörn kom í land við Höfðaströnd í Jökulfjörðum í gær en tilkynning um björninn barst lögreglu á öðrum tímanum.
Lögreglulið frá Ísafirði og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar voru kölluð til og mættu á svæðið rétt fyrir fjögur. „Dýrið fannst í fjörunni skammt frá sumarhúsi sem er við Höfðaströnd og var fellt þarna á staðnum. Í sumarhúsinu er ein fullorðin manneskja sem heldur þar til,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, um aðgerðina en nauðsynlegt var að fella björninn til að tryggja öryggi.
Flogið var í kjölfarið með hræið til Reykjavíkur þar sem það verður rannsakað af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar. Af frumskoðun að ráða var um ungan hún að ræða, eins til tveggja vetra gamlan.