Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg eru í afar vænlegri stöðu eftir stórsigur, 7:0, gegn Fiorentina, sem Alexandra Jóhannsdóttir leikur með, í fyrri leik liðanna í Flórens á Ítalíu í 2
Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg eru í afar vænlegri stöðu eftir stórsigur, 7:0, gegn Fiorentina, sem Alexandra Jóhannsdóttir leikur með, í fyrri leik liðanna í Flórens á Ítalíu í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á miðvikudaginn. Sigurvegarinn úr einvíginu tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á tímabilinu en síðari leikur liðanna fer fram miðvikudaginn 25. september í Þýskalandi.