Ákveðið hefur verið að framlengja sýningartímabil sýninganna Margpóla og Járn, hör, kol og kalk með nýjum verkum eftir Þóru Sigurðardóttur til sunnudags, 22
Ákveðið hefur verið að framlengja sýningartímabil sýninganna Margpóla og Járn, hör, kol og kalk með nýjum verkum eftir Þóru Sigurðardóttur til sunnudags, 22. september, í Listasafni Íslands. Margpóla er sýning eftir Önnu Rún Tryggvadóttur en á Járn, hör, kol og kalk má finna ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur. Þetta segir í tilkynningu frá Listasafni Íslands, en þar kemur einnig fram að lokað verði á safninu á mánudag, 23. september.