Hetja David Raya var bjargvættur Arsenal í Bergamó á Ítalíu í gærkvöldi þegar hann varði vítaspyrnu Mateo Retegui strax í upphafi síðari hálfleiks.
Hetja David Raya var bjargvættur Arsenal í Bergamó á Ítalíu í gærkvöldi þegar hann varði vítaspyrnu Mateo Retegui strax í upphafi síðari hálfleiks. — AFP/Isabella Bonotto
David Raya reyndist hetja Arsenal þegar liðið heimsótti Atalanta í 1. umferð Meistaradeildar karla í knattspyrnu í Bergamó á Ítalíu í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli, 0:0, en David Raya varði vítaspyrnu í leiknum og bjargaði þannig stigi fyrir Arsenal

David Raya reyndist hetja Arsenal þegar liðið heimsótti Atalanta í 1. umferð Meistaradeildar karla í knattspyrnu í Bergamó á Ítalíu í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli, 0:0, en David Raya varði vítaspyrnu í leiknum og bjargaði þannig stigi fyrir Arsenal.

Leikurinn var bragðdaufur framan af og það var ekki fyrr en á upphafsmínútum síðari hálfleiks sem dró til tíðinda.

Ederson, sóknarmaður Atalanta, fór þá illa með Thomas Partey í vítateig Arsenal. Partey endaði á að toga hann niður í teignum og vítaspyrna dæmd.

Mateo Retegui steig á punktinn en Raya varði vel frá honum. Frákastið datt fyrir Retegui sem átti fastan skalla að marki en aftur varði Raya frá honum og jafntefli því niðurstaðan.

Liðin í 1.-8. sæti fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum.