Páll Jónasson í Hlíð á Langanesi átti vísnagátuna sem endranær og er hún svohljóðandi: Ægir kóngur á þau tvö upp‘ á ránni hanga sjö, feðratungan fjögur á, en fjölmörg gömlum alka hjá. Erla Sigríður Sigurðardóttir kemur með lausnina –…

Halldór Blöndal

halldorblondal@simnet.is

Páll Jónasson í Hlíð á Langanesi átti vísnagátuna sem endranær og er hún svohljóðandi:

Ægir kóngur á þau tvö

upp‘ á ránni hanga sjö,

feðratungan fjögur á,

en fjölmörg gömlum alka hjá.

Erla Sigríður Sigurðardóttir kemur með lausnina – vitaskuld í bundnu máli:

Aðfall, útfall skipið sker

á skipsrá föllin blaka.

Málið föllin fjögur ber

föllin alkann þjaka.

Þá Sigmar Ingason:

Sjávarföllin kallast fjara og flóð

Finna má í reykhúsinu sauðarföllin
góð

Í málfræðinni eru föllin fjögur

Í félagsskap við Bakkus gerast dapurlegar sögur.

Guðrún Bjarnadóttir leggur orð í belg:

Sjávarföllin fáum tvö hjá Ægi.

Í föllin sauða á ránni narta má.

Eignar-, nafn- og þolfallið ég þægi.

Þynnkuföll hjá gömlum? SÁÁ!

Ekki stendur á svari hjá Úlfari Guðmundssyni:

Sjávarföllin stríð og ströng.

Stinn eru föllin haustsins föng.

Auðga föllin fjögur mál.

En föllin alkans kveikja bál.

Lausnin birtist Helga Einarssyni með kaffisopanum:

Sjávarföll má sjá

og sauðaföll á rá.

Fyllibyttur falla.

Í föllum hér menn spjalla.

Harpa í Hjarðarfelli:

Sjórinn geymir sjávarföll.

Sjást á ránni dilkaföll.

Mál vort hefur fjögur föll.

Fjölmörg eru alkans föll.

Lausnarorðið mun eins og bent er á vera „föll“, í fyrstu línu sjávarföll og annarri sauðaföll. Sjálfur ræður Páll vísnagátuna þannig:

Uppi hanga sauðaföllin sjö,

sjáfarföllin eru bara tvö.

Móðurmálið fjögur föllin á

en föllin mörgu gömlum alka hjá.

Þá er það vísnagáta Páls fyrir næstu viku:

Hákarl þetta heiti ber,

og hafís líka, trúðu mér,

latínu sá lesa kann,

á ljósum hesti nafnið fann.

sson við limru með yfirskriftinni Smölun í tilefni af því að kosningar nálgast og umræður á þingi báru keim af því í sjónvarpinu.¶Nú skal þorrann þreyja¶og þjóðarviljann sveigja.¶„Mitt er þitt¶og þitt er mitt,“¶þingmennirnir segja.¶Halldór Blöndal¶halldorblondal@simnet.is