Fagnaðarfundir Halla Tómasdóttir forseti Íslands heimsótti Hólmfríði Sigurðardóttur ljóðskáld á Mörk. Höfðu þær ekki hist áður.
Fagnaðarfundir Halla Tómasdóttir forseti Íslands heimsótti Hólmfríði Sigurðardóttur ljóðskáld á Mörk. Höfðu þær ekki hist áður. — Ljósmynd/Kjartan Örn Júlíusson
Vel fór á með Höllu Tómasdóttur forseta og Hólmfríði Sigurðardóttur ljóðskáldi er Halla heimsótti hjúkrunarheimilið Mörk sl. fimmtudag. Þá var haldinn svonefndur réttardagur, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær

Vel fór á með Höllu Tómasdóttur forseta og Hólmfríði Sigurðardóttur ljóðskáldi er Halla heimsótti hjúkrunarheimilið Mörk sl. fimmtudag. Þá var haldinn svonefndur réttardagur, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær.

Þegar Halla var sett í embætti forseta Íslands flutti hún í lok ræðu sinnar ljóðið Leitum, sem Hólmfríður samdi.

Á vef Grundarheimilanna, sem Mörk er hluti af, er stuttlega rætt við Hólmfríði. Meðal bóka hennar er Dagar sóleyjanna koma.

Hólmfríður er fædd og uppalin á Raufarhöfn. Æskuheimili hennar hét Sandgerði og hún ólst upp í stórum systkinahópi.