Haustjafndægur verða á morgun, sunnudaginn 22. september, klukkan nákvæmlega 12:43:36.
Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðarinnar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið.
Árstíðir eru gagnstæðar á norðurhveli og suðurhveli sem gerir það að verkum að þegar haustjafndægur er á norðurhveli þá er vorjafnfndægur á suðurhveli og öfugt, segir frjálsa alfræðiritið.
Haustlitirnir setja sinn svip á Þingvelli nú um stundir og upplagt fyrir fólk að fara þangað og á aðra fallega staði til að njóta náttúrunnar. sisi@mbl.is