Valgeir Guðjónsson ætlar að syngja í Dómkirkjunni valin lög frá ferlinum.
Valgeir Guðjónsson ætlar að syngja í Dómkirkjunni valin lög frá ferlinum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson mun koma fram á tónleikum um næstu helgi þar sem margbreytileikinn verður í fyrirrúmi. Með honum verður Sálmabandið með Svein Valgeirsson dómkirkjuprest í fararbroddi og hið öfluga tónlistarpar austan frá…

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson mun koma fram á tónleikum um næstu helgi þar sem margbreytileikinn verður í fyrirrúmi. Með honum verður Sálmabandið með Svein Valgeirsson dómkirkjuprest í fararbroddi og hið öfluga tónlistarpar austan frá Kálfholti, Kristrún Steingrímsdóttir og Joel Christopher Durksen. Lagakynningar eru í höndum meðhjálpara og eiginkonu tónskáldsins, Ástu Kristrúnar.

„Þetta verður notaleg stund í Dómkirkjunni,“ segir Valgeir, en hann hefur nú í fyrsta sinn sungið lagið Vorið kemur (Vikivaki) inn á upptöku sem nú má finna á Spotify.

„Valgeir tók þann pól í hæðina að flytja lagið eins og hann gerði í upphafi og er ekki með neinar rafrænar „krúsindúllur“,“ segir Ásta Kristrún.

Tónleikarnir verða í Dómkirkjunni laugardaginn 28. september kl. 18. Miðar fást á tix.is.