Hjónin Stödd í Þistilfirði við Rauðanes.
Hjónin Stödd í Þistilfirði við Rauðanes.
60 ára Guðrún Arnbjörg er fædd á Þórshöfn á Langanesi, ólst upp á Akureyri og gekk í Lundarskóla og Menntaskólann á Akureyri. Hún býr í Grásteinsholti í Rangárþingi ytra. Hún stundaði nám í Kaupmannahöfn um tíma, lauk síðan iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands og síðar MBA frá HÍ

60 ára Guðrún Arnbjörg er fædd á Þórshöfn á Langanesi, ólst upp á Akureyri og gekk í Lundarskóla og Menntaskólann á Akureyri. Hún býr í Grásteinsholti í Rangárþingi ytra. Hún stundaði nám í Kaupmannahöfn um tíma, lauk síðan iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands og síðar MBA frá HÍ. Guðrún starfar sem skrifstofustjóri á sviði mannauðs og menningar hjá RARIK, Suðurlandi. Hún rekur ferðaþjónustu­fyrirtæki með manni sínum og eiga þau einnig fjallaskála í Álftavatni.

„Ég hef áhuga á mörgu, svo sem ferðalögum og tónlist, ég lærði á harmonikku á sínum tíma en vil nú ekkert vera að flíka því en er nýbyrjuð í ægilega skemmtilegum kór. Svo fékk ég nýlega golfbakteríuna. Það besta sem ég veit er að vera úti að brasa, byggja eða gróðursetja, dýfa mér í heita pottinn eða sjóinn, spila golf með góðum félögum í góðu veðri og slaka á í íbúðinni á Spáni.“

Guðrún Arnbjörg heldur upp á afmælið með vinum og ættingjum í dag og verður mikið um dýrðir.


Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Haraldur Eiríksson, f. 1962, fjármálastjóri Fjölbrautaskóla Suðurlands. Börn þeirra eru Eiríkur hagfræðingur, f. 1992, Óttar kennaranemi, f. 1999, og Jóhanna Sigrún hársnyrtir, f. 2001. Foreldrar Guðrúnar: Óttar Einarsson, f. 1940, d. 2013, skólastjóri, og Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 1945, kennari, búsett í Hveragerði. Systur Guðrúnar eru Steinunn Inga skólameistari FVA, og Þuríður skólastjóri Víkurskóla.