„Ég er glöðust og stoltust af því að við erum alltaf hér á þeirra forsendum. Krakkarnir koma hingað og það er hlustað á þau, sama hvað þau vilja tala um,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir sem opnaði Bergið fyrir nokkrum árum eftir að hún missti son sinn Berg Snæ úr sjálfsvígi. Hjá Berginu er tekið á móti hundrað ungmennum á viku.
„Þau tala um einelti, erfiðleika í samskiptum við aðra, leiða í skóla, ofbeldi og almenna vanlíðan,“ segir Sigurþóra og segist hugsi yfir ástandinu í samfélaginu í dag. Hún hefur mikið velt fyrir sér hvað sé til ráða.
„Nú þurfum við að finna leiðina aftur og búa til samfélagstilfinningu. Einmanaleiki og aftenging er talin vera stærsta hættan í dag hjá ungmennum. Lausnin er ekki að búa til einhverjar ríkisstofnanir heldur að við finnum einhverjar leiðir í gegnum nærsamfélagið,“ segir hún en nánar er rætt við Sigurþóru í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.