Carbfix Tæknin felst í því að umbreyta koldíoxíði í kolefnissteindir.
Carbfix Tæknin felst í því að umbreyta koldíoxíði í kolefnissteindir. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Carbfix og niðurdæling koldíoxíðs er umfjöllunarefnið í nýrri fimm þátta stjónarpsseríu á streymisveitunni Netflix sem ber yfirskriftina „What’s Next? The Future with Bill Gates“ og frumsýnd var sl

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Carbfix og niðurdæling koldíoxíðs er umfjöllunarefnið í nýrri fimm þátta stjónarpsseríu á streymisveitunni Netflix sem ber yfirskriftina „What’s Next? The Future with Bill Gates“ og frumsýnd var sl. miðvikudag. Í þáttunum ræðir Gates, sem er stofnandi tölvurisans Micrisoft, við sérfræðinga um ýmis málefni samtímans, allt frá gervigreind til loftslagsmála.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Carbfix sendi frá sér.

Segir þar að í þriðja þættinum, sem ber yfirskriftina „Can We Stop Global Warming?“, sé fjallað um Carbfix og rætt við Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur yfirvísindakonu Carbfix um steindabindingu kolefnis í jörðu og samstarf Carbfix við Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði.

Carbfix-tæknin byggist á því að koldíoxíð er leyst í vatni og dælt niður í basaltberglög þar sem það umbreytist í kolefnissteindir. Lofttegundin binst þannig varanlega í jarðlögum. Berg er langstærsti kolefnisgeymir jarðar, en yfir 99,9% alls kolefnis á jörðinni eru bundin í bergi. Segir að Carbfix-aðferðin sé hagkvæm, vísindalega sönnuð, þrautreynd á vettvangi á Hellisheiði í meira en áratug og vottuð af óháðum aðilum. Markmið Carbfix sé að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslag með því að byggja upp verkefni á heimsvísu á grundvelli öruggra og sannaðra aðferða til steindabindingar kolefnis.

„Það er mikil viðurkenning fyrir Carbfix að fá umfjöllun í þessari þáttaröð,“ er haft eftir Eddu Aradóttur framkvæmdastýru Carbfix.