Tré Á sýningunni Tréð má finna myndir úr norrænum myndabókum.
Tré Á sýningunni Tréð má finna myndir úr norrænum myndabókum.
Opnun sýningarinnar Tréð á barnabókasafni Norræna hússins verður fagnað í dag, laugardaginn 21. september, kl. 10-14 með vinnusmiðjum, sögustundum, andlitsmálun, kleinum og fleiru

Opnun sýningarinnar Tréð á barnabókasafni Norræna hússins verður fagnað í dag, laugardaginn 21. september, kl. 10-14 með vinnusmiðjum, sögustundum, andlitsmálun, kleinum og fleiru.

Tréð beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum ­Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.

Sögu- og söngstundir verða haldnar á ólíkum norrænum málum og fjölskyldusmiðjur undir stjórn Estelle Pollaert og Lóu Hjálmtýsdóttur. Dagskráin er ókeypis og opin öllum en allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norræna hússins ­nordichouse.is.