Elizabeth Debicki með Emmy-verðlaunin.
Elizabeth Debicki með Emmy-verðlaunin. — AFP/Robyn Beck
Leikkonan Elizabeth Debicki heillaði heiminn með túlkun sinni á Díönu prinsessu í The Crown. Þarna birtist Díana ljóslifandi, heillandi og viðkvæm. Debicki fékk nýlega Emmy-verðlaunin fyrir leik sinn í þáttunum en áður hafði hún fengið Golden…

Leikkonan Elizabeth Debicki heillaði heiminn með túlkun sinni á Díönu prinsessu í The Crown. Þarna birtist Díana ljóslifandi, heillandi og viðkvæm. Debicki fékk nýlega Emmy-verðlaunin fyrir leik sinn í þáttunum en áður hafði hún fengið Golden Globe-verðlaunin, Critics’ Choice-verðlaunin og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir túkun sína á Díönu. Allt eru þetta ákaflega virt verðlaun.

Debicki segir það hafa verið mikinn heiður að fá að leika Díönu. Hún segir hlutverkið það mest ögrandi en um leið mest gefandi af þeim hlutverkum sem hún hafi tekist við á ferlinum.

Hún segir viðbrögð áhorfenda einstök, en margir sem hafa hitt leikkonuna hafa beðið um að fá að faðma hana vegna þess að þeir sjá Díönu í henni. Debicki segir markmið sitt í túlkuninni á Díönu hafa verið að sýna hana eins og hún raunverulega var. Það tókst henni.