Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson spjallar um glæpaskrif í Borgarbókasafninu Spönginni í dag, 21. september, kl. 13.15-14.15. Þar mun hann spjalla um eigin skrif og situr fyrir svörum um listina að skrifa glæpasögur, að því er segir í tilkynningu
Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson spjallar um glæpaskrif í Borgarbókasafninu Spönginni í dag, 21. september, kl. 13.15-14.15. Þar mun hann spjalla um eigin skrif og situr fyrir svörum um listina að skrifa glæpasögur, að því er segir í tilkynningu. Á meðal áheyrenda verða nemendur sem taka þátt í ritsmiðjunni Háspennu, lífshættu, sem fer fram sama dag. Sunna Dís Másdóttir stýrir umræðum. Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.