„Einn gallinn fyrir gangandi vegfarendur er hvað umhverfið í Reykjavík er leiðinlegt,“ sagði Björn Teitsson borgarfræðingur á Umferðarþingi Samgöngustofu í gær. Björn talaði máli gangandi vegfarenda á þinginu

„Einn gallinn fyrir gangandi vegfarendur er hvað umhverfið í Reykjavík er leiðinlegt,“ sagði Björn Teitsson borgarfræðingur á Umferðarþingi Samgöngustofu í gær. Björn talaði máli gangandi vegfarenda á þinginu.

„Það er auðvitað gríðarlega mikið í því fólgið að geta gengið,“ sagði Björn og benti á að gangur væri fyrsti og elsti ferðamáti mannkyns.

Hann sagði það stóran galla við borgina að hún væri ekki hönnuð fyrir gangandi vegfarendur heldur væru bílar ávallt í forgangi. Nefndi hann sem dæmi að erfitt væri að komast fótgangandi að mörgum stærri verslunum.

„Allt umhverfið í kring er hannað undir bíla og það er gríðarlega letjandi fyrir þau sem vilja helst ganga,“ segir Björn og nefnir í því samhengi Skeifuna sem sé nánast alfarið hönnuð fyrir bílaumferð.