„Þetta var í Reynisfjallinu og aðstæður voru mjög erfiðar vegna staðsetningarinnar,“ sagði Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, við mbl.is um umfangsmikla leit að Benedek Incze sem fannst látinn í fjallinu í fyrrakvöld.
Þyrlu þurfti til að komast að líki Incze í kjölfar umfangsmikilla aðgerða og leitar björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslu í vikunni. „Það voru nokkuð margir sem komu að þessu,“ sagði aðalvarðstjórinn og svaraði því aðspurður að nokkuð hefði verið um leit að fólki í umdæminu í sumar.