Friðberg Gísli Emanúelsson sjómaður fæddist á Ísafirði 17. desember 1944. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Bergi 6. september 2024.
Foreldrar hans voru þau Emanúel Gíslason verkamaður og Guðlaug Árnadóttir húsmóðir.
Systkini Friðbergs eru þau Ágúst Sverrir, Ásbjörg Margrét (látin), Petrea Kristín og Árni Bergmann. Auk þess áttu þau systur að nafni Fríður Áróra en hún fæddist andvana.
Árið 1968 kvæntist Friðberg, eða Hibbi eins og hann var alltaf kallaður, Auðbjörgu G. Guðröðardóttur frá Kálfavík og saman eignuðust þau Berglindi, f. 1967, og Brynjar, f. 1969.
Árið 1984 giftist hann svo eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Hjálmarsdóttur, en þau hófu sambúð sína í Hafnarfirði og fluttu síðar til Bolungarvíkur þar sem þau hafa búið síðan. Börn þeirra eru Bjarki, f. 1972, Hjálmar, f. 1974, og Lilja Björk, f. 1990, en fyrir átti Ásta dóttur, Sigurbjörgu, f. 1968.
Barnabörnin eru 16 og langafabörnin 11.
Hibbi ólst upp í Króknum svokallaða á Ísafirði. Hann var alla tíð mikill Ísfirðingur og talaði oft og vel um fallega fjörðinn sinn. Hann var næstelstur systkina sinna, fæddist hið mesta ljúfmenni og var ávallt góður við systkini sín frá unga aldri.
Þegar hann var aðeins 14 ára gamall byrjaði hann sjómennskuferil sinn, sem átti eftir að verða hans ævistarf, er hann var ráðinn messagutti hjá föðurbróður sínum, Begga Gísla. Var hann þá hjálparkokkur á dýpkunarskipinu Gretti en það var byrjunin á um 60 ára starfsævi Hibba í sjómennsku til 70 ára aldurs. Ungur byrjaði hann á vertíðarbátum, tók þátt í síldarævintýrinu og var togarasjómaður um tíma.
Árið 1975 hóf hann sína eigin útgerð í Bolungarvík, á afturbyggðum trébát sem hann nefndi Hafrúnu, og veiddi á línu en á færi á sumrin. Samhliða því byggði hann svo líka hús fyrir fjölskylduna. Á næturnar fór hann því á sjó og þegar í land var komið seinnipart dags eftir annasaman vinnudag vann hann hörðum höndum að því að byggja fjölskyldunni heimilið sem þau svo bjuggu í allar götur síðan, Holtabrún 19, sem stendur enn svo glæsilega, griðastaður fjölskyldunnar.
Hibbi átti farsælan útgerðarferil, sem hófst eins og áður sagði með trébátnum Hafrúnu gömlu en þar á eftir átti hann trilluna Hafrúnu og rækjubátinn Hafrúnu II. Lauk hann svo sjómennskuævinni á færabátnum sínum sem hann nefndi Begga Gísla, eftir frænda sínum sem var honum mjög kær.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Elsku pabbi.
Mér finnst erfitt að hugsa til þess að nú sértu farinn og á ég eftir að sakna þín mikið.
Þú varst fyrirmynd mín, alltaf duglegur og heiðarlegur til vinnu, sjómaður, stofnaðir útgerð og vorum við feðgar í mörg ár saman á sjó. Seinna meir stofnuðum við saman lítið gröfufyrirtæki.
Þú varst vanur að segja við mig: „Vinnan göfgar manninn“ og má með sanni segja að þú hafir mótað mig sem mann. Þú kenndir mér svo margt, eins og það að bera ábyrgð á mér og þeim sem voru með mér á sjó og að vera samkvæmur sjálfum sér er hinn mesti kostur sem góður skipstjóri þarf að hafa og eitt af þeim mikilvægustu hlutverkum sem viðkoma sjómennskunni, sem og virðing fyrir starfsbræðrum sínum.
Stundum þegar við feðgar vorum á sjó kom það til að við vorum ekki sammála, við vorum svo líkir, ég og þú. Þá sagðirðu við mig: „Bjarki minn, það er bara einn skipstjóri.“
Við vorum alla tíð mjög nánir og þykir mér vænt um samverustundirnar okkar, ég elskaði það þegar við vorum t.d. í leikslag heima á Holtabrún. Þú varst mikið á sjó þegar við systkinin vorum börn og á sama tíma að byggja húsið okkar.
Þú varst mikill Ísfirðingur og þegar ég kom svo heim með ástina í mínu lífi frá Ísafirði varðstu himinlifandi. Það lýsir líka þínum innri manni vel að þú tókst syni hennar úr fyrra sambandi óhikað sem einu af þínum.
Allir sem þig þekktu vita að þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa væri þess þörf. Ég og fjölskyldan mín gátum alltaf treyst á þig. Sem dæmi aðstoðaðir þú okkur við endurbætur á heimili okkar þegar þess þurfti, leist til með og passaðir upp á fjölskylduna mína í landi þegar ég var á sjó og þykir Díönu svo vænt um að reglulega kíktirðu til hennar í kaffi.
Þegar við Díana eignuðumst veikan son þýddi það margar læknaferðir til Reykjavíkur en vegna sjómennskunnar var ég oft fjarri og gat ekki farið með. Í eitt skiptið keyrðirðu með henni langleiðina suður því þér leist illa á veðrið en þegar þér fannst þau vera örugg kvaddirðu og hélst aftur heim. Í annað skipti þótti þér líti mál að fara með þeim alla leið suður.
Þú varst alls ekki hrifinn af því að fara inn á sjúkrahús, þrátt fyrir það hikaðirðu ekki við að koma í heimsókn til lilla þíns þegar hann var veikur á sjúkrahúsi og gekkst með hann um gólf. Þar hefur orðið til falleg og einstök tenging ykkar á milli sem ætíð hélst og mér mun alltaf þykja vænt um.
Eins og flestir vita varstu dálítill stríðnispúki og sýndir væntumþykju þína yfirleitt með því að gefa þeim sem þú elskaðir uppnefni. Ég hafði þá fengið viðurnefnið Stressi frá þér, örugglega ekki að ástæðulausu, og spurðirðu alltaf um Stressa þegar þú komst heim til Díönu. Húmorinn var aldrei langt undan. Það mun vanta mikið þegar þú ert ekki hér og Stressi er alveg að spóla yfir sig.
Flestir þekktu til þín og höfðu ekkert nema gott um þig að segja. Ég var oft kallaður Hibbalingur enda líkur þér og því er ég stoltur af. Ég mun ávallt halda í þann lærdóm sem þú gafst mér, minningarnar sem ég á af þér og tímann okkar saman.
Elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað.
Bjarki.
Elsku besti afi minn, ég og þú.
Ég á líklegast heimsmet í uppnefnum frá þér. Ég hef ekki tölu á þeim nöfnum sem þú kallaðir mig en það sem þú hélst mest upp á var „lilli minn“. Ég hef alltaf horft upp til þín og litið á ykkur ömmu sem mína næstu foreldra.
Afi, þú varst duglegasti maður sem fyrirfannst og afi, þú ert mín helsta fyrirmynd í lífinu. Ég á svo mikið af minningum um stundirnar okkar saman. Ferðalögin okkar, rúntana, spjallið í eldhúsinu, að kíkja til þín í skemmuna og fá að prófa tækin þín. Að vinna fyrir þig og vinna með þér á sjó er ein af bestu minningunum mínum. Að ég hafi trúað því í mörg ár að Kertasníkir væri besti vinur þinn.
Að eiga þig sem afa fyllti mig stolti. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og kenndir mér svo margt sem ég hef tileinkað mér í lífinu. Þú kenndir mér hvernig á að vinna og þú kenndir mér hvernig á að koma fram við náungann og þú kenndir mér að stríða. Þín helsta stríðni til mín var þó þín ást til mín.
Þú sast alltaf í sama sætinu í eldhúsinu og þar áttum við góð samtöl. Þau voru mörg þegar ég fékk að búa hjá ykkur ömmu.
Hibbi afi, þú gerðir mig stoltan og ég hef alltaf verið stoltur að eiga þig sem afa þótt ég hafi oft litið á þig sem minn næsta pabba. Ég mun halda áfram að gera þig stoltan og minningarnar okkar munu lifa áfram.
Elska þig afi minn.
Þinn „lilli minn“,
Hjálmar Örn.
Ég varð svo heppinn um fimm ára aldur að eignast þau Ástu og Hibba sem auka ömmu og afa. Ég var óöruggur til að byrja með en með tímanum komst ég að því hvaða ljúfmenni þau höfðu að geyma bæði tvö og alltaf hef ég upplifað mig sem einn af þeirra.
Það hjálpaði mikið til hvað Hibbi var alltaf hress og grínaðist í mér og situr t.d. alltaf fast í minni mínu hvað honum þótti endalaust fyndið að kalla mig „Bubbi bassi“ eftir að ég fór að læra á rafbassa. Hann sagði þann brandara í hvert sinn sem við hittumst eftir það og sé ég hann og heyri svo vel fyrir mér segja þetta og hlæja svo innilega að eigin fyndni í kjölfarið. Flest sem hann þekktu kannast eflaust við glottið hans og augnaráð þegar hann var í sínum stríðnisham.
Mér er líka eftirminnilegur minn fyrsti sjótúr sem var með Hibba eitt sumarið, þá um 15 ára gamall. Ég man hvað ég var stressaður en svo var það hinn besti túr þar sem við fengum spegilsléttan sjó, glampandi sól og nóg af fiski, sem ég varð dálítið stoltur af. Ég lærði því eitt og annað af gamla, sem virtist hafa gaman af því að kenna ungviðinu það sem hann kunni best.
Þetta þykir mér kjarna svolítið hans helstu mannkosti eins og ég upplifði þá: hann tók öllum vel og lagði sig fram við að aðstoða aðra, átti auðvelt með að létta lundina hjá fólki, var mikill lærifaðir og atorkusamur út í hið óendanlega.
Guðbjörn Hólm.
Elsku afi minn.
Það er virkilega sárt að kveðja þig, ég varla trúi því að þú sért farinn. Reglulega kallaðir þú mig Dísu litlu með þínu stríðnisglotti og hlátri. Ég man þegar ég fékk að fara stuttan bátstúr með bátnum þínum og þú glottir og hlóst yfir því hve klaufaleg ég var að slægja og gogga, en það var allt í lagi, því í hvert sinn sem þú glottir þá brosti maður og fékk hlýju í hjartað, maður vissi að gríninu fylgdi bara ástúð.
Það var uppáhaldið mitt að fá að labba heim til þín og ömmu eftir skóla, fá að sitja hjá ykkur í stofunni eða í eldhúsinu að hlusta á þig bulla einhverjar sögur sem maður trúði svo innilega því þú varst svo sannfærandi og þá sérstaklega þegar þú sagðir að þú hefðir verið að koma frá honum Kertasníki. Og allar samverustundirnar með þér liggjandi á mottunni heima hjá ykkur ömmu í bílaleik eða að púsla á meðan amma sat og prjónaði. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þú réttir mér og Hjálmari hljómborðið sem var mikið spilað á og dansað með.
Ef þú varst ekki viðstaddur heima þá var bókað mál að þú værir annaðhvort á rúntinum eða í skemmunni, skemmunni sem var svo stór að ég trúði því að enginn ætti afa með svona flotta skemmu! Það var svo spennandi að fá að koma í hana og skoða öll tækin og tólin þín, elsku afi minn, takk fyrir allt!
Þín verður sárt saknað.
Þórdís Elín (Dísa litla).
Elsku pabbi.
Mér finnst erfitt að hugsa til þess að nú sértu farinn og á ég eftir að sakna þín mikið.
Þú varst fyrirmynd mín, alltaf duglegur og heiðarlegur til vinnu, sjómaður, stofnaðir útgerð og vorum við feðgar í mörg ár saman á sjó. Seinna meir stofnuðum við saman lítið gröfufyrirtæki.
Þú varst vanur að segja við mig: „Vinnan göfgar manninn“ og má með sanni segja að þú hafir mótað mig sem mann. Þú kenndir mér svo margt, eins og það að bera ábyrgð á mér og þeim sem voru með mér á sjó og að vera samkvæmur sjálfum sér er hinn mesti kostur sem góður skipstjóri þarf að hafa og eitt af þeim mikilvægustu hlutverkum sem viðkoma sjómennskunni, sem og virðing fyrir starfsbræðrum sínum.
Stundum þegar við feðgar vorum á sjó kom það til að við vorum ekki sammála, við vorum svo líkir, ég og þú. Þá sagðirðu við mig: „Bjarki minn, það er bara einn skipstjóri.“
Við vorum alla tíð mjög nánir og þykir mér vænt um samverustundirnar okkar, ég elskaði það þegar við vorum t.d. í leikslag heima á Holtabrún. Þú varst mikið á sjó þegar við systkinin vorum börn og á sama tíma að byggja húsið okkar.
Þú varst mikill Ísfirðingur og þegar ég kom svo heim með ástina í mínu lífi frá Ísafirði varðstu himinlifandi. Það lýsir líka þínum innri manni vel að þú tókst syni hennar úr fyrra sambandi óhikað sem einu af þínum.
Allir sem þig þekktu vita að þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa væri þess þörf. Ég og fjölskyldan mín gátum alltaf treyst á þig. Sem dæmi aðstoðaðir þú okkur við endurbætur á heimili okkar þegar þess þurfti, leist til með og passaðir upp á fjölskylduna mína í landi þegar ég var á sjó og þykir Díönu svo vænt um að reglulega kíktirðu til hennar í kaffi.
Þegar við Díana eignuðumst veikan son þýddi það margar læknaferðir til Reykjavíkur en vegna sjómennskunnar var ég oft fjarri og gat ekki farið með. Í eitt skiptið keyrðirðu með henni langleiðina suður því þér leist illa á veðrið en þegar þér fannst þau vera örugg kvaddirðu og hélst aftur heim. Í annað skipti þótti þér líti mál að fara með þeim alla leið suður.
Þú varst alls ekki hrifinn af því að fara inn á sjúkrahús, þrátt fyrir það hikaðirðu ekki við að koma í heimsókn til lilla þíns þegar hann var veikur á sjúkrahúsi og gekkst með hann um gólf. Þar hefur orðið til falleg og einstök tenging ykkar á milli sem ætíð hélst og mér mun alltaf þykja vænt um.
Eins og flestir vita varstu dálítill stríðnispúki og sýndir væntumþykju þína yfirleitt með því að gefa þeim sem þú elskaðir uppnefni. Ég hafði þá fengið viðurnefnið Stressi frá þér, örugglega ekki að ástæðulausu, og spurðirðu alltaf um Stressa þegar þú komst heim til Díönu. Húmorinn var aldrei langt undan. Það mun vanta mikið þegar þú ert ekki hér og Stressi er alveg að spóla yfir sig.
Flestir þekktu til þín og höfðu ekkert nema gott um þig að segja. Ég var oft kallaður Hibbalingur enda líkur þér og því er ég stoltur af. Ég mun ávallt halda í þann lærdóm sem þú gafst mér, minningarnar sem ég á af þér og tímann okkar saman.
Elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað.
Bjarki.
Elsku besti afi minn, ég og þú.
Ég á líklegast heimsmet í uppnefnum frá þér. Ég hef ekki tölu á þeim nöfnum sem þú kallaðir mig en það sem þú hélst mest upp á var „lilli minn“. Ég hef alltaf horft upp til þín og litið á ykkur ömmu sem mína næstu foreldra.
Afi, þú varst duglegasti maður sem fyrirfannst og afi, þú ert mín helsta fyrirmynd í lífinu. Ég á svo mikið af minningum um stundirnar okkar saman. Ferðalögin okkar, rúntana, spjallið í eldhúsinu, að kíkja til þín í skemmuna og fá að prófa tækin þín. Að vinna fyrir þig og vinna með þér á sjó er ein af bestu minningunum mínum. Að ég hafi trúað því í mörg ár að Kertasníkir væri besti vinur þinn.
Að eiga þig sem afa fyllti mig stolti. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og kenndir mér svo margt sem ég hef tileinkað mér í lífinu. Þú kenndir mér hvernig á að vinna og þú kenndir mér hvernig á að koma fram við náungann og þú kenndir mér að stríða. Þín helsta stríðni til mín var þó þín ást til mín.
Þú sast alltaf í sama sætinu í eldhúsinu og þar áttum við góð samtöl. Þau voru mörg þegar ég fékk að búa hjá ykkur ömmu.
Hibbi afi, þú gerðir mig stoltan og ég hef alltaf verið stoltur að eiga þig sem afa þótt ég hafi oft litið á þig sem minn næsta pabba. Ég mun halda áfram að gera þig stoltan og minningarnar okkar munu lifa áfram.
Elska þig, afi minn.
Þinn „lilli minn“,
Hjálmar Örn.
Ég varð svo heppinn um fimm ára aldur að eignast þau Ástu og Hibba sem auka ömmu og afa. Ég var óöruggur til að byrja með en með tímanum komst ég að því hvaða ljúfmenni þau höfðu að geyma bæði tvö og alltaf hef ég upplifað mig sem einn af þeirra.
Það hjálpaði mikið til hvað Hibbi var alltaf hress og grínaðist í mér og situr t.d. alltaf fast í minni mínu hvað honum þótti endalaust fyndið að kalla mig „Bubbi bassi“ eftir að ég fór að læra á rafbassa. Hann sagði þann brandara í hvert sinn sem við hittumst eftir það og sé ég hann og heyri svo vel fyrir mér segja þetta og hlæja svo innilega að eigin fyndni í kjölfarið. Flest sem hann þekktu kannast eflaust við glottið hans og augnaráð þegar hann var í sínum stríðnisham.
Mér er líka eftirminnilegur minn fyrsti sjótúr sem var með Hibba eitt sumarið, þá um 15 ára gamall. Ég man hvað ég var stressaður en svo var það hinn besti túr þar sem við fengum spegilsléttan sjó, glampandi sól og nóg af fiski, sem ég varð dálítið stoltur af. Ég lærði því eitt og annað af gamla, sem virtist hafa gaman af því að kenna ungviðinu það sem hann kunni best.
Þetta þykir mér kjarna svolítið hans helstu mannkosti eins og ég upplifði þá: hann tók öllum vel og lagði sig fram við að aðstoða aðra, átti auðvelt með að létta lundina hjá fólki, var mikill lærifaðir og atorkusamur út í hið óendanlega.
Guðbjörn Hólm.
Elsku afi minn.
Það er virkilega sárt að kveðja þig, ég varla trúi því að þú sért farinn. Reglulega kallaðir þú mig Dísu litlu með þínu stríðnisglotti og hlátri. Ég man þegar ég fékk að fara stuttan bátstúr með bátnum þínum og þú glottir og hlóst yfir því hve klaufaleg ég var að slægja og gogga, en það var allt í lagi, því í hvert sinn sem þú glottir þá brosti maður og fékk hlýju í hjartað, maður vissi að gríninu fylgdi bara ástúð.
Það var uppáhaldið mitt að fá að labba heim til þín og ömmu eftir skóla, fá að sitja hjá ykkur í stofunni eða í eldhúsinu að hlusta á þig bulla einhverjar sögur sem maður trúði svo innilega því þú varst svo sannfærandi og þá sérstaklega þegar þú sagðir að þú hefðir verið að koma frá honum Kertasníki. Og allar samverustundirnar með þér liggjandi á mottunni heima hjá ykkur ömmu í bílaleik eða að púsla á meðan amma sat og prjónaði. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þú réttir mér og Hjálmari hljómborðið sem var mikið spilað á og dansað með.
Ef þú varst ekki viðstaddur heima þá var bókað mál að þú værir annaðhvort á rúntinum eða í skemmunni, skemmunni sem var svo stór að ég trúði því að enginn ætti afa með svona flotta skemmu! Það var svo spennandi að fá að koma í hana og skoða öll tækin og tólin þín, elsku afi minn, takk fyrir allt!
Þín verður sárt saknað.
Þórdís Elín (Dísa litla).