Ragnheiður Gestsdóttir
Ragnheiður Gestsdóttir
Listamaðurinn Ragnheiður Gestsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Hendi næst í Ásmundarsafni við Sigtún. Sýningin endurspeglar, að því er segir í tilkynningu, „vaxandi áhuga samtímalistamanna sem og áhorfenda á handverki en jafnframt verður…

Listamaðurinn Ragnheiður Gestsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Hendi næst í Ásmundarsafni við Sigtún. Sýningin endurspeglar, að því er segir í tilkynningu, „vaxandi áhuga samtímalistamanna sem og áhorfenda á handverki en jafnframt verður horft til baka til þess að gera grein fyrir því hvernig arfleifð Ásmundar Sveinssonar endurómar í framúrstefnulegri tjáningu samtímans“. Keramikverk Ragnheiðar Gestsdóttur eru sögð „endurspegla hagræddan veruleika og samspilið á milli virkni og forms“.

Aðrir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Ásmundur Sveinsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Arna Óttarsdóttir, Árni Jónsson, Carissa Baktay, Elísa­bet Brynhildardóttir, Hildur Bjarnadóttir, Klemens Hannigan, Sigurrós G. Björnsdóttir og Sindri Leifsson. Sýningin stendur til 1. desember.