Þjónninn spyr gestinn: „Hvernig smakkaðist svo?“ „Ég hef nú smakkað betri mat.“ „Örugglega ekki hjá okkur!“
„Þjónn, kaffið er ískalt!“ „Takk fyrir ábendinguna, ískaffi er 200 krónum dýrara!“
Maður kemur inn á veitingastað og gefur mjög mikið þjórfé: „Jæja, nú neyðist þú til þess að mæla með einhverju góðu fyrir mig!“ Þjónninn: „Þá mæli ég með því að þú farir eitthvert annað og borðir!“
Albert spyr frænda sinn: „Getur þú sagt mér hvað tölva er í raun og veru? „Tölva er vél,“ svarar frændinn, „sem getur sagt þér hvað sem er ef þú gefur henni nógu miklar upplýsingar.“ „Ég skil,“ svarar Albert, „þá hafa mér greinilega ekki verið gefnar nógu miklar upplýsingar.“
Tvær mörgæsir sitja í flugvél og hlæja dátt. Flugfreyjan kemur til þeirra og spyr hvað sé svona fyndið. Þá svarar önnur mörgæsin: „Fólk er alltaf að segja að mörgæsir geti ekki flogið!“