David Carmi, sem þekktur er undir nafninu confidenceheist á TikTok þar sem hann fær vegfarendur New York-borgar til að deila því hvað veitir þeim sjálfsöryggi, rakst á dögunum á unga konu sem margir hafa líklega ekki séð í nokkur ár

David Carmi, sem þekktur er undir nafninu confidenceheist á TikTok þar sem hann fær vegfarendur New York-borgar til að deila því hvað veitir þeim sjálfsöryggi, rakst á dögunum á unga konu sem margir hafa líklega ekki séð í nokkur ár. Sú hin sama kynnti sig sem Grace VanderWaal en Carmi var fljótur að tengja hana við 12 ára stúlkuna sem vann America's Got Talent árið 2016. Unga konan, sem nú er tvítug, ræddi við Carmi um sjálfsöryggi sitt og áhrifin sem frægðin hafði á hana sem barn, en orð Simons Cowells, sem kallaði hana „næstu Taylor Swift“, hentu henni harkalega í sviðsljósið. Í myndbandinu á TikTok, sem yfir 32 milljónir hafa séð, gaf hin tvítuga Grace hinni ungu Grace góð ráð og segja má að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa en netverjar áttu margir erfitt með að sjá hvað söngkonan unga var orðin fullorðin. Nánar á K100.is.