Glæpir Strömmer leiddi fund norrænu dómsmálaráðherranna í gær.
Glæpir Strömmer leiddi fund norrænu dómsmálaráðherranna í gær. — AFP/Thomas Traasdahl
Norrænir dómsmálaráðherrar funduðu í gær í Svíþjóð þar sem helsta málefnið á dagskrá var skipulögð glæpastarfsemi í löndunum. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svía og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar á þessu ári, sagði að skipulögð…

Norrænir dómsmálaráðherrar funduðu í gær í Svíþjóð þar sem helsta málefnið á dagskrá var skipulögð glæpastarfsemi í löndunum. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svía og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar á þessu ári, sagði að skipulögð
glæpastarfsemi færi að miklu leyti fram þvert á landamæri, bæði á Norðurlöndum sem og annars staðar, og því þyrftu norrænu þjóðirnar að stilla saman strengi í baráttunni.

Ráðherrarnir ræddu um hvernig ungmenni eru oft fengin til ofbeldisbrota af skipulögðum glæpasamtökum og hættuna á efnahagslegri brotastarfsemi og mansali. Á fundinum var samþykkt samstarfsáætlun fyrir 2025-2030 um aðgerðir sem stuðla að samræmdri löggjöf og réttaröryggi, og forvarnir gegn glæpum og hryðjuverkastarfsemi.