Norður ♠ G108763 ♥ K ♦ KG94 ♣ 104 Vestur ♠ 2 ♥ DG94 ♦ Á765 ♣ ÁG82 Austur ♠ Á ♥ 76532 ♦ 832 ♣ D653 Suður ♠ KD954 ♥ Á108 ♦ D10 ♣ K98 Suður spilar 4♠

Norður

♠ G108763

♥ K

♦ KG94

♣ 104

Vestur

♠ 2

♥ DG94

♦ Á765

♣ ÁG82

Austur

♠ Á

♥ 76532

♦ 832

♣ D653

Suður

♠ KD954

♥ Á108

♦ D10

♣ K98

Suður spilar 4♠.

„Er hægt að kalla í trompi!“ Fuglarnir voru að velta fyrir sér vörninni í 4♠. Hjartadrottning kemur út og blindur á slaginn á kónginn. Sagnhafi spilar strax tígli á drottninguna og vestur drepur. Nú er bara ein vörn til: Spila trompi yfir á ás makkers til að fá lauf í gegn.

„Erfitt,“ segja fuglarnir, „því þó svo að hjartafylgja austurs í fyrsta slag sé hliðarkall, samkvæmt samkomulagi, þá eru bara tveir litir til að velja á milli. Sjöan væri kall í tígli, tvisturinn kall í laufi.“

„Kannski ætti millispilið – fimman – að vera óbeint kall í trompi,“ stakk Magnús mörgæs upp á.

„Eruð þið alveg úti á túni, drengir mínir,“ tók Gölturinn til máls. „Sagnhafi á ekki spaðaásinn! Þá hefði hann farið heim á tromp og hent laufi í hjartaás. Það þarf engar reglur til að leysa þennan vanda. Bara heilbrigða skynsemi.“