Víkingar leika heimaleiki sína í Sambandsdeild karla í fótbolta á Kópavogsvelli og í dagsbirtu. UEFA tilkynnti þetta í gær en Kópavogsvöllur er eini völlur landsins sem uppfyllir skilyrði fyrir leikina þrjá, nema flóðljós, og þess vegna þarf að leika snemma dags
Víkingar leika heimaleiki sína í Sambandsdeild karla í fótbolta á Kópavogsvelli og í dagsbirtu. UEFA tilkynnti þetta í gær en Kópavogsvöllur er eini völlur landsins sem uppfyllir skilyrði fyrir leikina þrjá, nema flóðljós, og þess vegna þarf að leika snemma dags. Leikið er á fimmtudögum, 24. október kl. 14.30 við Cercle Brugge frá Belgíu, 7. nóvember kl. 14.30 við Borac Banja Luka frá Bosníu og 12. desember kl. 13 við Djurgården frá Svíþjóð.