Nútímagoðsögnin „Kisin gretir“ eða „hinn mikli lasanja köturinn“ sem sló svo eftirminnilega í gegn á facebooksíðunni Brask og brall hefur nú fengið sitt eigið lag en það eru GDRN og Baggalútur sem segja sögu hans í laginu „hjuts ess bansi“

Nútímagoðsögnin „Kisin gretir“ eða „hinn mikli lasanja köturinn“ sem sló svo eftirminnilega í gegn á facebooksíðunni Brask og brall hefur nú fengið sitt eigið lag en það eru GDRN og Baggalútur sem segja sögu hans í laginu „hjuts ess bansi“. Enn þann dag í dag deilir fólk ódauðlegum netfærslum um hann og heldur minningu hans lifandi. Í laginu kemur í ljós hvað varð um þetta goðsagnarkennda tuskudýr, hver keypti hann og á hvað mikið. Er satt að honum hafi hreinlega verið fargað? Ýmsar kenningar eru um afdrif hans en núna verður saga hans sögð.