Viktor Freyr Sigurðsson, sem hefur varið mark Leiknis úr Reykjavík undanfarin ár, hefur samið við knattspyrnudeild Fram til tveggja ára, frá og með áramótum. Viktor er 24 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Leiknis undanfarin þrjú ár, þar af eitt ár í Bestu deildinni

Viktor Freyr Sigurðsson, sem hefur varið mark Leiknis úr Reykjavík undanfarin ár, hefur samið við knattspyrnudeild Fram til tveggja ára, frá og með áramótum. Viktor er 24 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Leiknis undanfarin þrjú ár, þar af eitt ár í Bestu deildinni.

Oddur Gretarsson skoraði ellefu mörk í gærkvöld í fyrsta leik sínum með handknattleiksliði Þórs frá Akureyri í ellefu ár en hann sneri þangað heim úr atvinnumennsku í sumar. Mörkin færðu Þórsurunum þó ekki stig því þeir töpuðu, 32:31, fyrir Víkingum í spennandi fyrsta leik 1. deildar karla í Safamýri þar sem Sigurður Páll Matthíasson var markahæstur Víkinga með átta mörk.

Íslandsmeistarar Skautafélags Reykjavíkur töpuðu 5:0 fyrir Energija, meistaraliði Litháens, í gær í fyrsta leik sínum i undanriðli Evrópumóts félagsliða sem er leikinn í Narva í Eistlandi. SR-ingar mæta Narva í dag og Spánarmeisturum Jaca í lokaleiknum á morgun.

Afturelding og KA/Þór skildu jöfn í spennuleik í 1. deild kvenna í Mosfellsbæ í gærkvöld en bæði liðin féllu úr úrvalsdeildinni í vor. KA/Þór skoraði aðeins eitt mark á síðustu 13 mínútunum eftir að hafa komist í 24:20, en Bergrós Ásta Guðmundsdóttir jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok, 25:25.