Einleikur Elfar Logi flytur einleikinn Ariasman, sem fjallar um Baskavígin.
Einleikur Elfar Logi flytur einleikinn Ariasman, sem fjallar um Baskavígin.
Leikverkið Ariasman verður sett upp á Bókasafni Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, á fimmtudag, 26. september, kl. 19.30. Kómedíuleikhúsið stendur að sýningunni. „Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar,…

Leikverkið Ariasman verður sett upp á Bókasafni Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, á fimmtudag, 26. september, kl. 19.30. Kómedíuleikhúsið stendur að sýningunni.

Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31 baskneskur skipsbrotsmaður veginn af vestfirskum bændum. Ariasman er leikgerð sem er byggð á samnefndri sögulegri skáldsögu Tapio Koivukari um Baskavígin sem eru í raun fyrstu og vonandi einu fjöldamorð Íslandssögunnar,“ segir um verkið í tilkynningu.

Verkið er einleikur sem leikarinn Elfar Logi Hannesson flytur. Sigurður Ívar Helgason sér um ljós, Þ. Sunnefa Elfarsdóttir sér um búninga, Björn Thoroddsen um tónlist en leikmynd og leikstjórn er í höndum Marsibilar G. Kristjánsdóttur.