Maðurinn sem grunaður er um að hafa ætlað að bana Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og nú forsetaframbjóðanda repúblikana, skrifaði bréf fyrir nokkrum mánuðum um ætlunarverk sitt, út frá þeim forsendum að tilræðið hefði mistekist.
Bréfið uppgötvaðist þegar tilræðismaðurinn, Ryan Routh, átti að mæta fyrir rétt í Flórída eftir að hann var handtekinn á flótta í West Palm Beach 15. september.
Routh skildi eftir kassa heima hjá óþekktum einstaklingi nokkrum mánuðum áður sem innihélt skotfæri, málmrör, byggingarefni, síma „og ýmis bréf“. Eftir að fréttir um tilræðið opnaði viðkomandi kassann og fann þar bréf sem stílað var á „Heiminn“, þar sem Routh biðst afsökunar á hafa ekki tekist ætlunarverk sitt.