Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viljinn ræðir skrif rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar á samfélagsmiðlum, þar sem hann bölsótast yfir einróma stuðningi þjóðarinnar við aukna orkuöflun í nýrri Gallup-könnun fyrir SA.

Viljinn ræðir skrif rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar á samfélagsmiðlum, þar sem hann bölsótast yfir einróma stuðningi þjóðarinnar við aukna orkuöflun í nýrri Gallup-könnun fyrir SA.

Gremjan sé skiljanleg því hann hafi haft mikið „dagskrárvald í umræðunni um orkunýtingu, náttúruvernd og loftslagsmál. Með þeim afleiðingum að Ísland býr nú við orkuskort.“

Andri Snær hafi sannfært vinstrimenn „um að Íslendingar vilji ekki nýta grænar orkulindir sínar; það þurfi bara að losna við stórnotendur og láta aðra hugsa um þau störf sem tapast, að ekki sé minnst á gjaldeyristekjurnar. Könnun SA sýnir að þetta var kolrangt mat.“

Ekki virðist Andri Snær glaðari með útreikninga Viðskiptaráðs á efnahagsafleiðingum 150 loftslagsaðgerða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis- og loftslagsráðherra. Hinn „dagfarsprúði rithöfundur“ hafi umhverfst, fullyrði ranglega að Viðskiptaráð sé á móti öllum loftslagsaðgerðum og berst fyrir því að fyrirtæki gangi úr ráðinu. Lengi lifi opin umræða!

Ja, hvað ætli Andri Snær segði ef hann vissi að Viðskiptaráð varaði í vor við 70% hækkun Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra til úthlutunar listamannalauna? Eða er það kannski mergurinn málsins?