Breiðablik náði í gærkvöld þriggja stiga forystu í einvíginu við Víking um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu með því að sigra Skagamenn, 2:0, á Kópavogsvellinum. Víkingar geta jafnað metin á ný þegar þeir mæta FH annað kvöld
Breiðablik náði í gærkvöld þriggja stiga forystu í einvíginu við Víking um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu með því að sigra Skagamenn, 2:0, á Kópavogsvellinum. Víkingar geta jafnað metin á ný þegar þeir mæta FH annað kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark sem tryggði Val jafntefli, 2:2, gegn Stjörnunni í mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusæti. » 26