Hnefaleikar Verði frumvarp þar um að lögum verða hnefaleikar leyfðir.
Hnefaleikar Verði frumvarp þar um að lögum verða hnefaleikar leyfðir. — Morgunblaðið/Ómar
Hefðbundnir hnefaleikar verða leyfðir hér á landi, nái lagafrumvarp Ágústs Bjarna Garðarssonar alþingismanns fram að ganga, en auk hans standa fjórir aðrir þingmenn að flutningi frumvarpsins, þrír aðrir Framsóknarmenn og einn þingmaður Viðreisnar

Hefðbundnir hnefaleikar verða leyfðir hér á landi, nái lagafrumvarp Ágústs Bjarna Garðarssonar alþingismanns fram að ganga, en auk hans standa fjórir aðrir þingmenn að flutningi frumvarpsins, þrír aðrir Framsóknarmenn og einn þingmaður Viðreisnar.

„Að mínu mati eru engar forsendur fyrir því að banna hnefaleika. Við eigum afreksmenn, atvinnumenn í hnefaleikum sem þurfa að keppa erlendis, en geta ekki keppt hér heima. Þetta er líka prinsippmál, bann við hnefaleikum er skerðing á atvinnufrelsi,“ segir Ágúst Bjarni í samtali við Morgunblaðið. » 4