— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einkennileg sjón blasti við er flugvél Icelandair hóf sig til lofts frá Akureyrarflugvelli á föstudagsmorgun. Sigurður Ásgeirsson, fyrrverandi þyrluflugmaður Landhelgisgæslunnar, segir þessar furðulegu hvítu línur sem hér sjást á myndinni vera…

Einkennileg sjón blasti við er flugvél Icelandair hóf sig til lofts frá Akureyrarflugvelli á föstudagsmorgun. Sigurður Ásgeirsson, fyrrverandi þyrluflugmaður Landhelgisgæslunnar, segir þessar furðulegu hvítu línur sem hér sjást á myndinni vera rakaþéttingu sem myndast þegar breytingar verða á hita og þrýstingi í loftinu vegna hraðans á skrúfublöðum vélarinnar, eða svokallaða skrúfublaðaþéttingu. Gerist þetta aðeins þegar mikill raki er í loftinu. Segir Sigurður að þarna sé vélin í rauninni að búa til falleg ský.