Margt getur sögnin að gera þýtt. Meðal annars að dæma, úrskurða, fyrirskipa. „Dómari gerði sakborningi að gera 20.000 armbeygjur eða sitja inni í tvö ár ella.“ Að gera e-n útlægan er að dæma e-n til útlegðar
Margt getur sögnin að gera þýtt. Meðal annars að dæma, úrskurða, fyrirskipa. „Dómari gerði sakborningi að gera 20.000 armbeygjur eða sitja inni í tvö ár ella.“ Að gera e-n útlægan er að dæma e-n til útlegðar. Í málsgreininni „Hvað ætlarðu að gera í málinu?“ er merkingin aðhafast en „Sýslumaður gerði í málinu“ þýðir: hann dæmdi.