Norður ♠ Á1076 ♥ Á3 ♦ KD82 ♣ KG5 Vestur ♠ G95 ♥ 876 ♦ 53 ♣ 109862 Austur ♠ K432 ♥ K10942 ♦ 96 ♣ D7 Suður ♠ D8 ♥ DG5 ♦ ÁG1074 ♣ Á43 Suður spilar 6♦

Norður

♠ Á1076

♥ Á3

♦ KD82

♣ KG5

Vestur

♠ G95

♥ 876

♦ 53

♣ 109862

Austur

♠ K432

♥ K10942

♦ 96

♣ D7

Suður

♠ D8

♥ DG5

♦ ÁG1074

♣ Á43

Suður spilar 6♦.

Það blasir ekki við, en 6♦ vinnast með bestu spilamennsku ef ekki kemur út hjarta. Spilið er frá úrslitaleik bikarkeppninnar á sunnudaginn þar sem sveit InfoCapital lagði Karl Sigurhjartarson og félaga 124-93 í spennandi viðureign. Spennandi, því þrátt fyrir nokkuð afgerandi lokatölur munaði aðeins einu stigi fyrir síðustu lotu.

Liðsmenn Karls fóru niður á 6♦ eftir baneitrað hjartaútspil frá Birki Jóni Jónssyni. En segjum að út komi tromp. Sagnhafi tekur annað tromp og spilar svo spaða úr blindum að drottningunni. Austur drepur og spilar aftur spaða. Sagnhafi fer inn í borð á tígul, leggur niður spaðaás og hendir laufi. Þegar spaðagosinn fellur þriðji í vestrinu er best að kanna laufið næst með ás-kóng. Ef ekkert merkilegt gerist verður að svína í hjarta, en hér skilar laufdrottningin sér önnur og þá þarf enga svíningu.