— Morgunblaðið/Ómar
Ljóst er að marg­ir eiga í erfiðleik­um með að greina á milli raunverulegs myndefnis og myndefnis sem gert er með gervi­greind – sem virðist þó á hverju strái í dag. Fallegt mynd­band sem ljós­mynd­ar­inn Léo Gu­edes tók af íslenskum…

Ljóst er að marg­ir eiga í erfiðleik­um með að greina á milli raunverulegs myndefnis og myndefnis sem gert er með gervi­greind – sem virðist þó á hverju strái í dag. Fallegt mynd­band sem ljós­mynd­ar­inn Léo Gu­edes tók af íslenskum heimskautayrðlingi hefur vakið mikla athygli síðustu daga en hann hefur þurft að verja verk sín vegna athugasemda á samfélagsmiðlum um að myndböndin séu gerð með gervigreind. Skilj­an­lega fóru at­huga­semd­irn­ar fyr­ir hjartað á metnaðarfull­um ljós­mynd­ar­an­um sem svaraði fullum hálsi undir myndbandinu. Nánar á K100.is.