Eflaust kemur á óvart að nafnorðið fóra er til. Það sést líka aðeins í fleirtölu: fórur, sem merkir útbúnaður, hafurtask, farangur, og eiginlega eingöngu í orðtakinu að hafa eða eiga e-ð í fórum sínum: eiga…
Eflaust kemur á óvart að nafnorðið fóra er til. Það sést líka aðeins í fleirtölu: fórur, sem merkir útbúnaður, hafurtask, farangur, og eiginlega eingöngu í orðtakinu að hafa eða eiga e-ð í fórum sínum: eiga e-ð. En vegna þess að orðið er ógagnsætt slysast sumir til þess að segja að þeir hafi eða eigi eitthvað í „förum“ sínum.