Minnast Bryndísar Klöru Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, efri röð f.v. Tinna Karen Sigurðardóttir, Aníta Líf Ólafsdóttir, Sunna Hauksdóttir, Kristjana Mist Logadóttir, Ingunn Böðvarsdóttir og Inga Lilja Ómarsdóttir. Neðri röð f.v. Eva Björk Angarita, Kristín Salka Auðunsdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Helga Hrund Ólafsdóttir og Salka Elín Sæþórsdóttir.
Minnast Bryndísar Klöru Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, efri röð f.v. Tinna Karen Sigurðardóttir, Aníta Líf Ólafsdóttir, Sunna Hauksdóttir, Kristjana Mist Logadóttir, Ingunn Böðvarsdóttir og Inga Lilja Ómarsdóttir. Neðri röð f.v. Eva Björk Angarita, Kristín Salka Auðunsdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Helga Hrund Ólafsdóttir og Salka Elín Sæþórsdóttir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Við sem samfélag þurfum að staldra við og hugsa hvert um annað. Ég vil hvetja alla, sérstaklega ungu kynslóðina, til að koma og taka þátt í þessari mikilvægu stund til þess að gleðjast og heiðra minningu Bryndísar með okkur,“ segir…

„Við sem samfélag þurfum að staldra við og hugsa hvert um annað. Ég vil hvetja alla, sérstaklega ungu kynslóðina, til að koma og taka þátt í þessari mikilvægu stund til þess að gleðjast og heiðra minningu Bryndísar með okkur,“ segir Kristjana Mist Logadóttir, formaður góðgerðarráðs Verzlunarskóla Íslands.

Minningartónleikar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur verða í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 3. október kl. 19.30. Húsið verður opnað 18.30. Fram koma tónlistarmennirnir Friðrik Dór, GDRN, Aron Can, Bubbi Morthens og Páll Óskar.

Bryndís Klara lést 30. ágúst sl. af sárum sínum eftir stunguárás á Menningarnótt. Hún var 17 ára, nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Góðgerðarráð skólans hefur undirbúið tónleikana en sala miða fer fram á tix.is. Allur ágóði rennur beint í minningarsjóð Bryndísar Klöru en verndari sjóðsins er Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Sjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. Eru gestir hvattir til að mæta í bleiku, sem var uppáhaldslitur Bryndísar Klöru. Þeir sem ekki komast á tónleikana geta einnig lagt sjóðnum lið með að aura á@gvi eða millifært á reikningsnr. 0515-26-002591, kt. 441079-0609.

Kristjana segir alla uppáhaldstónlistarmenn Bryndísar hafa tekið mjög vel í beiðni þeirra að koma fram. Hún segir Bryndísi Klöru jafnframt hafa haldið mikið upp á Söngvakeppni Sjónvarpsins og var haft samband við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og hún beðin að vera kynnir á tónleikunum. „Okkur fannst æðislegt þegar Ragnhildur Steinunn svaraði að það yrði heiður að vera kynnir á þessum viðburði,“ segir Kristjana.

Öll innkoma af veitingasölu rennur einnig beint í minningarsjóðinn. Hvetur Kristjana tónleikagesti til að mæta með tóman maga og kaupa sér líka boli á staðnum með bleikri rós.

„Við erum orðlausar yfir því hve stórt þetta er orðið. Erum óendanlega þakklátar fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið,” segir Kristjana Mist.