Heiður Össur Geirsson hefur stjórnað Skólahljómsveit Kópavogs í 31 ár.
Heiður Össur Geirsson hefur stjórnað Skólahljómsveit Kópavogs í 31 ár.
Össur Geirs­son, skóla­stjóri Skóla­hljóm­sveit­ar Kópa­vogs, hefur verið val­inn heiðurslistamaður bæj­ar­fé­lags­ins af lista- og menn­ing­ar­ráði Kópa­vogs. Elísa­bet Berg­lind Sveins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs og formaður…

Össur Geirs­son, skóla­stjóri Skóla­hljóm­sveit­ar Kópa­vogs, hefur verið val­inn heiðurslistamaður bæj­ar­fé­lags­ins af lista- og menn­ing­ar­ráði Kópa­vogs. Elísa­bet Berg­lind Sveins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs og formaður lista- og menn­ing­ar­ráðs, af­henti Öss­uri viður­kenn­ing­ar­skjal og blóm af þessu tilefni við athöfn sl. föstudag.

Össur hef­ur verið skóla­stjóri Skóla­hljóm­sveit­ar­inn­ar frá ár­inu 1993 en hef­ur starfað þar sem kenn­ari frá ár­inu 1987. Þá hófst tón­list­ar­fer­ill hans í skóla­hljóm­sveit­inni þegar hann var 11 ára gam­all.

„Mér finnst svo mik­il­vægt að kynna börnum alls kon­ar tónlist, bæði nýja og gamla tónlist, gæðatónlist sama hvaða tón­list­ar­stíl við erum að tala um. Það er gam­an að koma sam­an í hljóm­sveit og búa til tónlist og bæði upp­lífg­andi og gef­andi að finna góðan sam­hljóm og vita að maður á sinn þátt í að fram­kalla þenn­an gald­ur,“ er haft eft­ir Össuri í tilkynningu frá Kópavogsbæ.