Kosningar Hvort þeirra stendur eftir sem sigurvegari?
Kosningar Hvort þeirra stendur eftir sem sigurvegari?
Nú nálgast bandarísku forsetakosningarnar óðfluga, rétt um mánuður þar til gengið verður að kjörborðinu. Eftir að varaforsetinn Kamala Harris og fyrrverandi forsetinn Donald Trump öttu kappi í sjónvarpseinvígi stendur Harris betur að vígi samkvæmt skoðanakönnunum

Nú nálgast bandarísku forsetakosningarnar óðfluga, rétt um mánuður þar til gengið verður að kjörborðinu. Eftir að varaforsetinn Kamala Harris og fyrrverandi forsetinn Donald Trump öttu kappi í sjónvarpseinvígi stendur Harris betur að vígi samkvæmt skoðanakönnunum.

Enginn skyldi samt vanmeta Donald Trump. Hann hefur níu líf sem stjórnmálamaður og í persónulegu lífi. Úrslitin í kosningunum munu líklega ráðast í sveifluríkjunum svonefndu, svo sem Pennsylvaníu, Michigan, Georgíu og Arizona. Þar geta úrslitin fallið á hvorn veginn sem er, Trump eða Harris í vil.

Ljóst er að þetta verða mjög spennandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Ógerlegt er að segja fyrir um kosningaúrslitin.

Sigurður Guðjón Haraldsson.