Norður ♠ D64 ♥ K9752 ♦ D10 ♣ 1094 Vestur ♠ K9 ♥ D64 ♦ 862 ♣ ÁKG62 Austur ♠ G108 ♥ G1083 ♦ 754 ♣ 753 Suður ♠ Á7532 ♥ Á ♦ ÁKG93 ♣ D8 Suður spilar 4♠

Norður

♠ D64

♥ K9752

♦ D10

♣ 1094

Vestur

♠ K9

♥ D64

♦ 862

♣ ÁKG62

Austur

♠ G108

♥ G1083

♦ 754

♣ 753

Suður

♠ Á7532

♥ Á

♦ ÁKG93

♣ D8

Suður spilar 4♠.

„Og ég sem hélt að við værum nördar.“ Magnús mörgæs sýndi vinum sínum úrspilsþraut úr nýlegu tölublaði The Bridge World. Suður spilar 4♠ eftir opnun vesturs á Standard-laufi. Vestur tekur tvo efstu í laufi og spilar gosanum í þriðja slag. Suður trompar og þarf nú að gera upp við sig trompíferðina.

Vestur á næstum örugglega spaðakónginn en hættan er sú að vörnin nái að uppfæra annan slag á tromp. Ef spaðakóngurinn er annar í vestur (eins og hér er sýnt) má ekki spila ás og meiri spaða – þá verður spaðagosi austurs slagur með yfirstungu. Þetta snýst við ef vestur á kónginn þriðja – þá verður að taka á ásinn fyrst til að fyrirbyggja undirstungu.

„Það er víst líklegra að kóngurinn sé annar en þriðji,“ segir Magnús, „en ég skildi ekki almennilega blaðsíðurnar tvær sem fóru í þá útreikninga.“