Hættir Þórir Hergeirsson hættir með norska liðið eftir EM í lok árs.
Hættir Þórir Hergeirsson hættir með norska liðið eftir EM í lok árs. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Norska handknattleikssambandið er búið að finna arftaka Þóris Hergeirssonar hjá kvennalandsliðinu en það er hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad. Gjekstad var fyrsti kostur hjá sambandinu en Þórir hættir sem þjálfari norska landsliðsins í lok þessa árs

Norska handknattleikssambandið er búið að finna arftaka Þóris Hergeirssonar hjá kvennalandsliðinu en það er hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad. Gjekstad var fyrsti kostur hjá sambandinu en Þórir hættir sem þjálfari norska landsliðsins í lok þessa árs. Þórir hefur náð stórkostlegum árangri með norska liðið síðan hann tók við því árið 2009 og gert Noreg að ólympíumeistara í tvígang, heimsmeistara í þrígang og Evrópumeistara fimm sinnum.