Tónlistarmaðurinn The Kiffness hefur enn og aftur slegið í gegn með hæfileikum sínum til að búa til lög úr ýmsum hljóðum í nýju lagi sem kallast „Eating The Cats“. Þar má heyra rödd forsetaframbjóðandans Donalds Trumps, sem segja má að sé stjarna lagsins
Tónlistarmaðurinn The Kiffness hefur enn og aftur slegið í gegn með hæfileikum sínum til að búa til lög úr ýmsum hljóðum í nýju lagi sem kallast „Eating The Cats“. Þar má heyra rödd forsetaframbjóðandans Donalds Trumps, sem segja má að sé stjarna lagsins. Í laginu má einnig heyra í fjölda katta og hunda sem eru tíðir gestir í lögum Kiffness. Erindi Trumps í laginu má rekja til eftirminnilegra kappræðna hans og Kamölu Harris en þar hélt Trump því fram að innflytjendur frá Springfield borðuðu gæludýr nágranna sinna.
Hlustaðu á lagið á K100.is.