Djassklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í dag, 2. október, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Ásgeir Ásgeirsson kemur fram með þjóðlagasveit sinni og flytur íslensk þjóðlög í eigin útgáfum af þremur diskum sem hann gaf út á árunum 2017-2020
Djassklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í dag, 2. október, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Ásgeir Ásgeirsson kemur fram með þjóðlagasveit sinni og flytur íslensk þjóðlög í eigin útgáfum af þremur diskum sem hann gaf út á árunum 2017-2020. Ásgeir leikur á bouzouki, tamboura og oud og með honum koma fram söngkonan Sigríður Thorlacius, Matti Kallio harmonikuleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Erik Qvick á slagverk.