Norður
♠ 653
♥ 87
♦ K87
♣ ÁK876
Vestur
♠ KD
♥ G1096
♦ G94
♣ D1054
Austur
♠ Á87
♥ KD54
♦ 1063
♣ G92
Suður
♠ G10942
♥ Á32
♦ ÁD52
♣ 3
Suður spilar 4♠.
„Takk, makker,“ sagði sagnhafi annars hugar þegar norður hafði lokið við að leggja upp blindan í 4♠. En þetta var ekki ást við fyrstu sýn. Þvert á móti var þetta dán við fyrstu sýn. Útspilið var hjartagosi og svo var að sjá sem vörnin hlyti að fá þrjá slagi á tromp og einn á hjarta.
En það gildir um slagina eins og ástina – hvort tveggja tekur stundum breytingum með tímanum. Sagnhafi drap á hjartaás, losaði sig við eitt hjarta í hálauf, spilaði síðan fjórum sinnum tígli og henti hjarta úr borði. Það hafði mögnuð áhrif á vörnina. Vestur fórnar strax slag með því að trompa hátt, og ef austur trompar smátt falla eftirstöðvarnar saman tvö-tvö og síðan má trompa hjarta.
„Takk, sömuleiðis,“ sagði norður þegar öllu var lokið.